Villibráðarmatseðill SVFK

Svona líta aðalatriðin út á villibráðarhlaðborði Úlfar Finnbjörnssonar matreiðslumeistara nk laugardagskvöld. Úlfar 1 2Hann áskilur sér einnig allan rétt á að bæta fleiri réttum á matseðilinn.
Við viljum einnig minna á að það verður fullbúinn bar á staðnum með færustu barþjónum af svæðinu og verðinu stillt í hóf.
Miðasalan er hafin og stefnir í góða þáttöku. Hægt er að tryggja sér miða í síma 821 4036 (Arnar) og 823 4922 (Óskar), það eru allir velkomnir. 

Matseðill kvöldsins:

Kaldir réttir:

1.            Grafin gæs með bláberjasósu

2.            Reykt gæs með sesamvinegrette

3.            Gæsalifrarmousse með lauksultu og kúrenum

4.            Hreindýraterrine með títuberjasósu

5.            Heitreykt hreindýrahjörtu með piparrótarsósu

6.            Hreindýralifrarkæfa með sólberjahlaupi

7.            Heitreyktur skarfur með gráðostafrauði

8.            Rósapipargrafinn skarfur með mangósalsa

9.            Þurrkaðar hreindýrapylsur með grænum pipar

10.          Andaballadin með appelsínusósu

11.          Reykt hrefnurúlla með sesamostiÚlfar 1 1

12.          Hrefnu og papajatartar með Úllalasósu

13.          Gæsarillet með Grandmariner
14.          Kryddhjúpaðar svartfuglabringur
15.          Súrulegin bleikja með agúrkum
16.          Lax terriaki með perum
17.          Urriði með klettakálspestó
18.          Blönduð villibráð í berjaosti
19.          Hvala randalín með piparrót
20.          Reyktur lundi með engifer og chilli

Kalt meðlæti:

1.            Brokkolísalat með rúsínum og rauðlauk

2.            Melónu- og mangósalat með cumin

3.            Cours cours salat með coriander og mintu

4.            Eplasalat

5.            Blandað salat

6.            Berjasoðnar perur

7.            Blönduð brauð

Heitir réttir:

1.            Villibráðasúpa

2.            Léttsteiktar gæsabringur með bláberjasósuÚlfar 2

3.            Heilsteiktar dádýralundir með villisveppasósu

4.            Hrefnusteik með engifer og Terriakisósu

5.            Léttsteiktar svartfuglabringur með valhnetu- og granateplasósu
6.            Selur úllala
7.            Grindhvalur með hvítlauk, engifer og chilli
8.            Kryddlegin Hnísa
9.            Léttsteiktar rjúpubringur með villibráðarsósu
10.          Kryddhjúpað lambalæri

Heitt meðlæti:

1.            Kartöflumús með baconi og lauk  

2.            Bakaðar kartöflur og rótargrænmeti

3.            Bakað fenel

4.            Bakað blandað grænmeti

5.            Sykurbrúnaðar rófur
6.            Balsamikgljáður perlulaukur

              og margt fleira.

 

Share