Tilkynningar frá félaginu

Félagsblaðið fór í dreifingu í morgun og ætti blaðið að berast mönnum öðru hvoru megin við helgina.

Innheimta félagsgjalda

SVFK logo

Allir félagar eiga að vera búnir að fá senda heim greiðsluseðla vegna félagsgjalda og viljum við minna félagsmenn á að greiða þá sem fyrst. Ef einhverjir hafa ekki fengið senda heim greiðsluseðla þá biðjum við viðkomandi að hafa samband við skrifstofu sem allra fyrst. Þeir sem skulda tvö árgjöld eða fleiri eiga á hættu að verða felldir út af félagaskrá samkvæmt lögum félagsins en þurfa samt sem áður að standa skil á útistandandi  ógreiddum félagsgjöldum. Jafnframt skal það ítrekað að þeir sem ætla að segja sig úr félaginu þurfa að gera það skriflega, og afhenda það eða senda skrifstofu félagsins.

Umsóknarformið ásamt skrá um öll veiðileyfi til umsóknar verður sett upp hér á heimasíðunni um helgina.

Eftir að forúthlutun 
lýkur verður vefverslun sett í loftið þar sem öllum er gefin kostur á að kaupa veiðileyfi með greiðslukortum og prentað út.

Úthlutun og sala veiðileyfa SVFK  fyrir árið 2016.
Umsóknir berist félaginu á skrifstofu þess, í tölvupósti, eða í póstkassa að Hafnargötu 15 fyrir kl 16  mánudaginn  7. mars.

Afgreiðsla veiðileyfa verður sem hér segir:
Félagsmenn menn skulu sækja/vitja veiðileyfa sinna á úthlutunardeginum sem er fimmtudagurinn 10. mars. frá kl. 18:30 -20:30

Gjalddagi veiðileyfa og greiðslutilhögun:
Veiðileyfi í vorveiði þarf að greiða að fullu á úthlutunardögum.
Sumar og haustleyfi verði staðfest með 30% greiðslu á úthlutunardögum.
Félagsmönnum ber að ganga frá fullnaðaruppgjöri 10. apríl 2016.
Eftir 10. apríl fara þau leyfi sem verða ófrágengin í almenna sölu. 
Athugið að 30% staðfestingargjald er óendurkræft að þeim tíma liðnum.
Hægt er að greiða í næsta banka eða sparisjóði,
bankanúmer SVFK 0542-26-2953, kennitala er 620269-0509.
Vinsamlega sendið greiðslukvittun á skrifstofu SVFK

Úthlutunarreglur:
1. Allir þeir sem eru félagsmenn S.V.F.K. hafa rétt til að sækja um veiðidaga í forúthlutun.
2. Aðeins skuldlausir félagar koma til greina við úthlutun veiðidaga.
3. Umsókn þar sem sótt er um allar stangir af félagsmönnum hefur forgang.
4. Vægi umsókna margfaldast ekki þó umsóknir séu fleiri en ein á sömu veiðidaga af við komandi hóp félagsmanna. Þá geta félagsmenn ekki sótt um marga samliggjandi veiðidaga á sama veiðisvæði. Áskilur stjórnin sér rétt til að taka einungis fyrstu dagsetningu gilda.
5. Þeir sem sækja um leyfi í forúthlutun á vefnum eiga að berast staðfestingar  í tölvupósti frá skrifstofu innan   tveggja sólarhringa, fyrr er umsóknin ekki gild.
6. Ef umsóknir eru jafn sterkar skal reynt að hafa samband við alla, þeim gerð grein fyrir stöðunni og athugað hvort einhverjir geti fært sig. Ef svo er ekki skal varpa hlutkesti um hver umsóknanna hljóti úthlutun.
7. Sé félagsmaður óánægður með úthlutun sína getur hann undir umsjón forsvarsmanns úthlutunar á viðkomandi ár svæði, fengið að skoða hvernig var farið með umsókn hans.

Stjórn S.V.F.K. ber ábyrgð á úthlutun veiðileyfa og úrskurðar um vafaatriði

 

Share