Vetrarhelgi í Vesturhópi

Við fórum í Vesturhópið um helgina og prófuðum að veiða í gegnum ís sem var mjög gaman en ísinn er um 40-50cm þykkur á vatninu. Það var alveg blanka logn og -8 gráður og fór niður í -12 gráður í morgun. Við veiddum 1 fisk og þegar ég talaði við Björn í Bjarghúsum benti hann mér á að betra væri að veiða þar sem lækur rennur í vatnið við syðri veiðimörkin (Kýrlág) og fara alveg 100 metra út svo við þurfum að prófa það næst.

Mynd 1 1 Mynd 1 2 Mynd 1 3

Mynd 1 4 Mynd 1 5 Mynd 1 6

Share