Enn er hörku veiðivon fyrir austan

Hér er skemmtileg frásögn úr Geirlandinu sem birtist á Vötn og veiði:

 

2016Geirlandsa-029

"Selfíar" geta verið erfiðir þegar menn eru einir á veiðistað, en myndin sýnir þó án vafa ótrúlega "breidd"
þessa 80 cm birtings, sem náðist að vigta og reyndist ríflega 11 pund.

Þar sem vorað hefur jafn vel og raun ber vitni þá hafa ýmsir áhyggjur af því að vorvertíð í sjóbirtingi verði styttri en búast mætti við, að hún sé jafnvel á enda. Óseld veiðileyfi seinni part apríl og fram í mai gefa þessu byr undir báða vængi, margir halda að þessu sé lokið eftir miðjan apríl. En svo er ekki.

2016Geirlandsa-027

Þarna sést flugan sem að sá stóri tók, og reyndar vel flestir hinna, Black Ghost með hauskúpu og

gúmmílöppum sem að ritstjóri var reyndar búinn að snyrta rækilega. En Dentist gaf líka nokkra.

VoV átti erindi í Vestur skaftafellssýslu nú um helgina og þar sem sjá mátti að helgin var öll óseld í Geirlandsá, fengum við gistileyfi í húsinu að Mosum og leyfi til að kíkja í Ármótin og jafnvel víðar til að ganga úr skugga um að enn væri fiskur. Og svo sannarlega var enn fiskur og er það í samræmi við fregnir sem okkur berast af fleiri svæðum í sýslunni. VoV landaði 14 fiskum á stuttum tíma, mest var það vænn og fallegur geldfiskur á bilinu 1,5 til 3 pund, en það voru líka stærri fiskar, m.a. 80 cm tröll sem tókst að vigta og reyndist ríflega 11 pund. Fiskurinn sá leit helst út fyrir að vera ófrjór, því ella væri vart hægt að líta svo frábærlega út á vordögum.

2016Geirlandsa-018

Einn 50 cm sem fær að heiðra grillið.

VoV ætlar að taka aftur púlsinn á sjóbirtingsslóðum um það bil viku af mai. Það höfum við gert síðustu ár og það hefur aldrei brugðist að enn er fiskur í vötnum eystra. Það er grátlegt að árnar á þessum slóðum séu svo illa nýttar þegar líður á vorið. Ein skýring gæti verið að þeir sem áhuga hafa á vorveiði eru kannski ekki margir, en það er líka staðreynd að margir halda að fiskur sé allur genginn út uppúr miðjum apríl. En svo er ekki.

Share