Veiði fer vel af stað í Grenlæk sv 4

Veiði hófst í Fitjaflóði í Grenlæk sv 4  í vikunni, en þrátt fyrir vatnsþurrð ofar í læknum, er nóg vatn niðri á sléttlendinu neðarlega á svæðinu. Veiði hefur verið góð það sem af er á svæðinu. Það var landað vel á annað hundrað fiskum í túrnum og voru allar aðstæður góðar til veiða. Nær allur aflinn var geldfiskur og teljandi á höndum annarar handar þeir hrygningarfiskar sem sett var í. Að öllum líkindum er hrygningarfiskurinn mest allur farin til sjávar. Stærstir voru tveir 75 cm fiskar sem var að sjálfsögðu sleppt. Öllum fiski var sleppt utan nokkra geldfiska sem teknir voru í soðið. 

flodid3 flodid2 flodid1

Share