Birtingurinn mættur í Jónskvísl og Grenlæk sv 4.

Það eru berast fréttir af sjóbirtingsslóðum þessa dagana og lofa þær góðu.
Þannig heyrðum við af mönnum sem voru við veiðar í Grenlæk sv 4 um miðjan júlí mánuð. IMG 7562
Lönduðu þeir yfir 20 fiskum og þar af var rúmlega helmingur nýgenginn sjóbirtingur, stærstur var rúmlega 10p sjóbirtingur.

Heyrðum einnig í einum sem átti tvö samliggjandi holl dagana 24.-26. júlí í Grenlæk sv 4 og 26.-28. í Jónskvísl.
Varð úr af einhverjum ástæðum að viðkomandi fór bara einn í veiðitúrana og gat hann aðeins nýtt síðustu hálfu vaktina í Grenlæknum og tvær vaktir í Jónskvíslinni. Hann setti í þrjá fallega fiska við brúna í Grenlæknum þessa síðustu vakt. Stóð svo tvær fyrstu vaktirnar í Jónskvíslinni, gerði sér lítið fyrir og setti í átta fiska. Þar af fimm nýrunna sjóbirtinga. Einn fékkst í Jónsholu og allir hinir í Fossinum. Veiðimaðurinn var búinn að standa dágóða stund í Fosshylnum og var lítið var við annað en afætur þegar allt í einu hann sá hvar birtingur tók hjá honum agnið með látum. Í framhaldinu nánast fylltist hylurinn af af sjóbirting og greinilegt var að fiskur var að ganga. Fjörið hélt svo áfram í hylnum eins og áður sagði fékk hann 7 til viðbótar áður en yfir lauk. Fiskarnir voru allir um 6 pund og síðspikaðir.

Fyrir þá sem ekki vita þá gengur sjóbirtingur alla jafna fyrr í Grenlækinn, og þá í Jónskvíslina sem rennur í Grenlæk, en á öðrum stöðum fyrir austan og eru fyrstu göngur að mæta á svæðið um miðjan júlí.

Share