Fréttir af Reykjadalsá

Rigningar síðustu daga eru að hafa áhrif á veiði á fleiri stöðum en fyrir austan.
Þannig lentu Konráð Lúðvíksson og félagar í bingói í Reykjadalsá í Borgarfirði en þeir voru við veiðar 27.-29. ágúst.
Þeir lönduðu 12 löxum og misstu eitthvað að auki. 20130714 202358
Veiðin skiptist þannig hjá þeim að þeir fengu fjóra í Klettsfljóti, einn í Mjóanesál, tvo í Ásgarðsfljóti, tvo í Breiðafljóti og tvo í Eyjafljóti.
Fiskarnir tóku allir flugu og var stærstur þeirra 5,5 kg lax veiddur í Klettsfljóti.
Flestir tóku fluguna Glitbrá.
Sigursveinn Bjarni Jónsson og föruneyti tók svo við af Konráði og co, og náðu þeir að landa einum á fyrstu vakt í Klettsfljóti.
Ágætisvatn er í ánni en sól, blankalogn og aðstæður frekar erfiðar eftir hádegi í dag.
Það eru komnir 97 laxar í bók og einhverjir silungar að auki. 

Share