Líflegt í Fossálunum

Ágætisveiði hefur verið í Fossálunum það sem af er og hafa flest hollin verið að fá 6-8 fiska, misjafnt eftir veðri og aðstæðum. Fossálar
Það ber flestum saman um það að mikið sé af fiski á svæðinu.
Einhverjir þaulvanir veiðimenn haft á orði að þeir hafi sjaldan séð jafnmikið líf á svæðinu og mikið sé af seiðum víða.
Ásgeir Ólafsson er einn þeirra manna sem þekkja ána vel en hann var ásamt félögum við veiðar í ánni dagana 10.-12. sept.
Ásgeir landaði sjö birtingum með meðalþyngd upp á heil 3,5 kg.
Fiskarnir voru allir veiddir á flugu og var stærsti birtingurinn sem hann náði að landa 83 cm og um 6,5 kg að þyngd.  

Share