Flott veiði í Jónskvísl

Dagana 10.-12. sept. var formaður árnefndar Björgvin nokkur Magnússon við veiðar ásamt spússu sinni Benný Benediktsdóttur.
Flott vatn var í ánni að vanda og náðu þau að landa 20 birtingum sem allir voru í stærri kantinum.
Stærstir voru 75 og 79 cm langir hængar.
Fengust fiskarnir í Eyvindarhyl, Túnhyl, Jónskvörn, Fossinum og Breiðunni.
Mikið var af fiski um alla á.
Góð veiði hefur verið í Jónskvísl það sem af er. 
Myndirnar eru af Benný og Björgvini með stóru hængana.

Benný JónskvíslBjöggi Jónskvísl

Share