Stærsti fiskur vertíðarinnar í Geirlandsá

Veiði í Geirlandsá hefur verið með ágætum til þessa og hollin verið að gera misjafna veiði í takt við veður og aðstæður. Fiskur er nánast í öllum hyljum árinnar og mikið í sumum þeirra. Aðalgangurinn hefur verið í Ármótunum en þau eru mikill og stór veiðistaður sem gefur jafnan mest á hverju ári. Uppistaðan er fallegur 2-3 kg fiskur og er hann greinilega viljugastur til töku. Stór fiskur er þó að veiðast í bland en Geirlandsá er annáluð stórfiska á og á þeim örugglega eftir að fjölga er líður á tímabilið. Stærsti fiskurinn það sem af er, er 89 cm löng hrygna sem Ásgeir Ólafsson stórveiðimaður fékk á Super Tinsel flugu þann 5. sept. Hollið sem var við veiðar 10.-12. sept fékk 13 fiska og veiðimennirnir sem komu þar á eftir fengu 12 fiska. Við viljum ítreka það sem áður hefur komið fram um að það sé búið að hlaða upp varnargarð frá Brúarhyl nr4, austan megin, sem hægt er að keyra ofan á áleiðis niður í Ármótin og viljum við ítreka að veiðimenn aki ekki undir neinum kringumstæðum aðra túnslóða sem liggja þarna niðureftir. 
Landeigandi harðbannar það.
Myndir að neðan eru teknar á dögunum af Ásgeiri með 89 cm birtinginn og Fanney Dóróthe með nýgenginn 4,5 kg birting.

Ásgeir GeirlandsáFanney Geirlandsá
 

Share