19 birtinga holl í Fossálunum

Enn fáum við fréttir að austan og að þessu sinni úr Fossálunum. Fossálar Kristinn Þormar
Kristinn Þormar var þar við veiðar ásamt félögum dagana 18.-20. sept.
Það var mikið vatnsveður hjá þeim félögum en það er einmitt við þær aðstæður sem hlutirnir gerast.
Fossálar voru vatnsmiklir en ekki óveiðandi. „Við sáum ekki mikið af fiski á svæðinu en hann var samt sem áður á staðnum og fengum við 19 fiska þegar upp var staðið“ sagði Kristinn og bætti við að þeir hefðu einnig misst fimm fiska.
Fiskarnir voru frá tveimur upp í sjö pund.
Flestir veiddust á veiðistað nr 16 en einnig fengust nokkrir á veiðistöðum 9, 12, 14, 15 og 19.  
Þeir félagar fengu flesta á maðkinn og nokkra á spón.
Meðfylgjandi mynd er af Kristni Þormari við veiðistað nr 16 

Share