Fyrstu laxarnir á land í Geirlandsá

Vorum að fá síðbúnar fréttir í hús af fyrstu veiddu löxunum úr Geirlandsá.
Voru það hjónin Björn Víkingur Skúlason og Elín Gunnarsdóttir sem fengu þá en þau voru við veiðar dagana 12.-15. júlí.
Það var gott vatn í ánni allan tímann og fengu þau þrjá laxana í Ármótunum og einn upp í Mörtungunefi.
Laxarnir voru 4-6 pund.
Veit þetta á gott fyrir framhaldið og hvetjum við veiðimenn til þess að senda okkur línu eða slá á þráðinn með veiðifréttir.
Við þökkum þeim hjónum fyrir sendinguna.

Geirlandsá BjörnIMG 0626 - Copy

Share