Góður gangur í Reykjadalsá

Það hefur verið flottur gangur á veiðinni í Reykjadalsá í Borgarfirði það sem af er.
Það sem einkennt hefur svæðið er að sjálfsögðu nóg vatn og virðist fiskurinn vera töluvert dreifður um ána af þeim sökum.
Ævintýraleg veiði hefur verið á köflum og þ.á.m eitt holl sem fékk 31 lax eftir tveggja daga veiði.

Við heyrðum í Brynjari Hólm á dögunum sem var við veiðar ásamt fjölskyldu sinni dagana 20.-22. júlí.
Afraksturinn var fimm laxar. Þar af var einn maríulax Örnu Hlínar sem hún fékk á flugu í Klettsfljóti.

Sigmar Rafnsson og félagar eru svo að ljúka tveggja daga veiðitúr í dag og voru í gærkveldi komnir með 12 laxa og voru 10 þeirra teknir á flugu. Laxarnir fengust í Klettsfljóti, Mjóanesál, Breiðafljóti, Reykholtsfljóti og Tunnubakkanum.
Sögðu þeir fisk vera að ganga og bjart útlit fyrir næstu daga.

Það eru skráðir í veiðibókina 128 laxar sem verður að teljast skrambi gott og aðalveiðitíminn er framundan en fyrir þá sem ekki þekkja þá er áin síðsumarsá. 
Einungis einn dagur er laus í ánni og er hann 2.-3. ágúst. Félagsverð kr 41.900 stöngin  sjá hér

Myndir eru af Örnu Hlín með maríulaxinn og Sigga Hólm með fallegan lax við Mjóanesál

37858611 10156602396994207 3724275895955881984 n37835250 10156602397209207 2010156196173971456 n

 

Share