Fer vel af stað í Jónskvísl

Sjóbirtingsveiðin hefur farið ágætlega af stað í Jónskvísl og hefur Skaftárhlaupið engin áhrif á vatnið í henni. Jónskvísl 1
Hefur verið töluvert af fiski í ánni það sem af er og um helgina voru skráðir í bókina 49 fiskar þar af 35 birtingar. Flestir eru um 3 kg en líka nokkrir stórir birtingar þ.á.m. 4,5 kg, tveir 5 kg og einn 5,8 kg  

Þorgrímur Karls var við veiðar ásamt frúnni 12-14 júlí. Fannst þeim virkilega gaman þarna og náðu þau að landa 4 fiskum og misstu annað eins þar af eina boltableikju sem hann áætlaði um 4 kg.
Þau fengu þrjá fína staðbundna urriða og einn nýgenginn samanrekinn 4,5 kg sjóbirting.
Þetta gerðist allt fyrir neðan foss.

Björgvin Magnússon var svo við veiðar ásamt föður sínum Magnúsi Björgvinssyni dagana 9-11 ágúst og lönduðu þeir 7 birtingum.
Þar af var einn svakalegur 79 cm birtingur áætlaður tæp 6 kg sá lét ginnast af Black Ghost.
Hinir fiskarnir voru frá 4-7 pund. Misstu þeir félagar 3 fiska.

 
Jónskvísl
 

Fer sannarlega vel af stað og allra besti tíminn að renna í hönd í ánni en birtingurinn gengur mun fyrr inn á þetta svæði heldur en t.d. í Geirlandsá eða Fossála. 

Hérna eru fyrstu birtingar jafnan gengnir í ánna ca aðra viku í júli en einnig er töluvert af staðbundnum urriða. Hér er líka stórvaxinn bleikja sem sleppiskylda er á.
Myndirnar sem fylgja eru af þeim feðgum Magnúsi og Björgvini.

Share