Birtingurinn farinn að veiðast í Geirlandsá

Þannig sagði Vilhjálmur Ragnarsson frá því að hollið þeirra hafi náð að landa 6 birtingum og einum laxi dagana 17.-19. ágúst.

    „Það var ekki beint kraftveiði á mannskapnum og vorum við að njóta þess að vera til, fjölskyldan.
Yngsta veiðimanninum hinum 8 ára Ragnari Ólafssyni gekk mjög vel og náði hann að landa tveimur sjóbirtingum 2,5 kg og 3,5 kg á spón og þurfti hann aðstoð við að koma stærri fisknum á land. Hann var mjög ánægður með aflabrögð.
Við fengum alla fiskana í Ármótunum, þvældumst lítið um ána og fórum ekkert upp í gljúfur að þessu sinni“

Fiskarnir voru nánast allir steyptir í sama mót, fallegir nýgengnir um 2,5 kg nema þessi eini sem var 3,5 kg

39441535 10156833106091122 817652784068296704 o


Share