Glæsilegur Geirlandsá túr

Gunnar formaður sendi þessa skemmtilegu færslu á Facebook síðu félagsins:

"Við félagarnir vorum að koma heim í gær úr einum ótrúlegasta veiðitúr sem ég hef farið í þegar talað er um stærðir á birtingi. Mér lánaðist að setja í 1stk 15p, 2stk 14p, 1stk 13p, 2stk 12p, 1stk 11p og 3stk 10. Þá eru ótaldir 4stk 9p og nokkrir smærri :) Þarna vantar 1stk 12p og 1stk 13p sem komu á aðrar stangir. Við enduðum með 46 fiska sem er feiknalega góð veiði í Geirlandinu. Að sjálfsögðu slapp sá stóri en það er efni í aðra sögu."

12027761 10207916702058745 173962431992922452 n 12036422 10207916701738737 866419386902311509 n

Fyrir áhugasama þá er rétt að benda á það að það eru 2 leyfi óseld í Geirlandsá en það eru dagarnir 12. - 14. okt og svo 14. - 16. okt.

 

Share