Fréttir úr Flóðinu

Jón Ragnar Gunnarsson setti skemmtilega færslu inn á Facebook svæði félagsins:

"Vorum að koma úr Flóðinu í gær og enduðum með 12 fiska, allt bjartir og fínir birtingar á bilinu 2 til 4 pund í góðum holdum. Urðum varir við þónokkuð af fiski en hann var ekkert rosalega gráðugur í það sem við buðum honum upp á. Ég er búinn að fara nokkuð oft í haustveiði í Flóðinu og verð að segja að ég hef ekki áður séð svona mikið líf þarna á þessum tíma."

 

Sjóbirtingar

Share