Félags- og inntökugjöld í SVFK

Inntökugjald:
kr. 10.500 fyrir 16 ára og eldri,
kr. 5.250 fyrir yngri en 16 ára og maka félagsmanna.
Í inntökugjaldi er innifalið inntöku- og félagsgjald fyrsta árið.

Félagsgjald:
kr. 8.000 fyrir 16 til 67 ára,
kr. 3.250 fyrir yngri en 16 ára, maka félagsmanna og 67 ára og eldri.

Af hverju að gerast félagi í SVFK ?
1. Forgangur í allar ár sem félagið hefur upp á að bjóða.
2. 15% afsláttur af öllum veiðileyfum
3. Veiðikortið með afslætti.
4. Færð sent veglegt félagsblað einu sinni á ári.
5. Aðgangur að veiðimannakvöldvökum og veglegri árshátíð félagsins.
6. Aðgangur að ódýrum kast- og fluguhnýtingarnámskeiðum.

Innheimta félagsgjalda:
Allir félagar fá í janúar, ár hvert, bæði í heimabanka og heimsenda greiðsluseðla vegna félagsgjalda og viljum við minna félagsmenn á að greiða þá sem fyrst.
Aðeins skuldlausir félagar koma til greina við úthlutun leyfa. 

Ef einhverjir fá ekki rukkanir fyrir gjaldinu þá biðjum við viðkomandi að hafa samband við skrifstofu sem allra fyrst.
Þeir sem skulda tvö árgjöld eða fleiri eiga á hættu að verða felldir út af félagaskrá samkvæmt lögum félagsins en þurfa samt sem áður að standa skil á útistandandi  ógreiddum félagsgjöldum.
Jafnframt skal það ítrekað að þeir sem ætla að segja sig úr félaginu þurfa að gera það skriflega, og afhenda það eða senda skrifstofu félagsins.

Share