Reykjadalsá

IS Reykjadalsa

Staðsetning:

Reykjadalsá í Borgarfirði á upptök sín við rætur Oks og rennur um Reykholtsdal framhjá þeim sögufræga stað Reykholti. Áin sameinast svo Flókadalsá og renna þær saman í Hvítá við Svarthöfða. Ef komið er frá Reykjavík er beygt til hægri af þjóðvegi 1 áður en farið er yfir Borgarfjarðarbrúna og inn á Borgarfjarðarbraut (veg nr. 50) eknir eru um 30 km sem leið liggur fram hjá afleggjurunum inn í Skorradal og til Hvanneyrar og síðan framhjá syðri afleggjaranum inn í Lundareykjadal. Yfir Grímsá alla leið til Kleppjárnsreykja og er þar tekin fyrsta beygja til hægri, ekið framhjá félagsheimilinu Logalandi, fljótlega eftir það er tekin vinstri beygja inná slóða til veiðihússins.

 

Veiðitilhögun:
Veiðitímabil er frá 20. júní – 28. sept.

Veitt er með tveimur veiðistöngum allan veiðitímann og geta tveir menn skipt með sér einni stöng en skulu fylgjast að við veiðar.
Seldir eru stakir dagar frá 20. júní til 1. ágúst með skiptingu á miðjum degi en eftir það eru seldir tveir dagar með skiptingu á miðjum degi.

Daglegur veiðitími:
20. júní til 14. ágúst frá kl 7-13 og 16-22
14. ágúst til 18. okt frá kl 7-13 og 15-21

Leyfilegt er að nota flugu og maðk.


Veiðihús:

Ágætis veiðihús er við ána, svokallaður A bústaður og er hann staðsettur rétt norðaustan við félagsheimilið Logaland. Í húsinu eru tvö tveggja manna svefnherbergi og svefnloft með dýnum fyrir þrjá. Einnig er sturta, setustofa og eldhúskrókur með ísskáp, eldunarhellum og öllum helstu borð og mataráhöldum. Gasgrill er á staðnum. Við húsið er heitur pottur og nóg heitt vatn er á staðnum. Gott er að fara í pottinn og láta sér líða vel að loknum veiðidegi.

Veiðimenn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma húsið klukkan 14 á brottfarardag.

Veiðimönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og fjarlægja rusl.

Veiðimenn leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, tuskur og viskustykki.

 

Share