Fossálar
Staðsetning
Fossálar eru í Skaftárhreppi í V-Skaftafellssýslu um 15 km austan við Kirkjubæjarklaustur. Fossálar falla til Skaftár austast á Síðunni.
Fossálar er nokkuð vatnsmikil á sem á upptök sín sunnan undir Miklafelli á Austur-Síðuafrétti í um 550-600 m h. y. s.
Leiðarlýsing að húsi
Ekinn er þjóðvegur 1 sem leið liggur yfir brúna yfir Fossálana og tekinn fyrsti vegslóði til hægri af þjóðvegi 1 í gegnum merkt hlið. Þar er slóðanum fylgt, sem er vel merktur þar til að húsinu kemur.
Veiðihús
Gott veiðihús er við ána og er aðstaða þar eins og best verður á kosið. Húsið er staðsett við hraunjaðarinn við syðri-Ál í ákaflega fallegu umhverfi, en náttúrufegurð svæðisins er einstök.
Húsið er rafvætt og í því eru tvö þriggja manna herbergi (kojur) setuaðstaða, sturta, eldhúskrókur með ísskáp, eldavél og kælikistu.
Gasgrill er á staðnum.
Veiðimenn leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, tuskur og viskustykki.
Veiðimenn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma húsið klukkan 14 brottfarardag.
Veiðimönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og fjarlægja rusl.
Veiðisvæðið
Veiðisvæðið nær frá landamærum gegnt Orrustuhól, rétt ofan gömlu þjóðvegarbrúarinnar og til merkja á Brunasandi þar sem veiðisvæði Vatnamóta tekur við.
Syðri-Áll er einnig með þessu svæði og eru upptök hans við hraunbrúnina, hjá veiðihúsinu og sameinast Fossálum á Brunasandi. Rétt er að veita því svæði nokkra athygli því þar er oft ágæt veiði þó svo það láti lítið yfir sér. Veiðin er bleikja fyrri hluta sumars, sjóbirtingur er líða tekur á haustið. Hægt er að aka um neðri veiðistaði árinnar
Ódýr gisting og veiðileyfi
Leigt er út húsið fjóra daga í senn yfir sumartímann sem stendur frá 20.júní til 7. ágúst ásamt þremur stöngum.
Hvert holl kostar 31.200 krónur.
Veiðitilhögun
Vorveiði
Fjöldi stanga: 3
Skipting daga: Tveggja daga holl (hálfur, heill og hálfur dagur)
Veiðitími: 3. apríl – 31. maí
Agn: Fluga
Sleppiskylda á öllum fiski
Sumarveiði
Fjöldi stanga: 3
Skipting daga: Fjögurra daga holl (hálfur, heill, heill, heill og hálfur dagur)
Veiðitími: 20. júní – 7. ágúst
Agn: Fluga, spónn og maðkur
Kvóti: 2 fiskar á stöng pr dag
Æskilegt að sleppa öllum sjóbirtingum sem eru 70 cm eða yfir
Haustveiði
Fjöldi stanga: 3
Skipting daga: Tveggja daga holl (hálfur, heill og hálfur dagur)
Veiðitími: 7. ágúst – 18. október
Agn: Fluga, spónn og maðkur
Kvóti: 2 fiskar á stöng pr dag
Æskilegt að sleppa öllum sjóbirtingum sem eru 70 cm eða yfir
Daglegur veiðitími:
1. apríl til 31. maí frá kl 7-13 og 15-21
20. júní til 14. ágúst frá kl 7-13 og 16-22
21. ágúst til 18. okt frá kl 7-13 og 15-21.
Seld eru leyfi til 18. október þar sem leyfi fékkst fyrir framlengingu, (10. okt.-18. okt.), síðasta ár, ef einhverra hluta vegna framlenging verði ekki heimiluð verða þau veiðileyfi sem seld eru þann tíma endurgreidd. Einnig er rétt að vekja athygli á því að einnig gæti orðið um veiðitakmarkanir á einhvern hátt að ræða í framlengingu t.d. eingöngu veitt á flugu og jafnvel sleppiskyldu á veiddum fiski.
Sækja veiðikort
Verðskrá Fossálar
Verð á stöng pr. Dag
Vorveiði
Tveggja daga holl með skiptingu á miðjum degi
Dags Stangir Félagsmenn Aðrir
3/4-19/4 3 14.900,- 17.135,-
19/4-31/5 3 10.900,- 12.535,-
Sumarveiði
Fjögurra daga holl með skiptingu á miðjum degi
20/6-7/8 3 2.600,- 2.990,-
Haustveiði
Tveggja daga holl með skiptingu á miðjum degi
7/8-23/8 3 18.200,- 20.930,-
23/8-2/9 3 23.700,- 27.255,-
2/9-18/10 3 33.800,- 38.870,-
Veiðihús er innifalið í öllum verðum
Heimilisfang
Hafnargötu 15 eh
230 Keflavík
Símanúmer
421-2888
Tölvupóstur
svfk@svfk.is