Veiðikortið 2019 á sérverði til félagsmanna
- Details
- Created on Tuesday, 05 February 2019 23:18
- Written by Arnar Óskarsson
Félagsmönnum í Stangaveiðifélagi Keflavíkur býðst kortið á kr. 6.300,- en almennt verð er kr. 7.900,-
Félagsmenn geta nálgast kort á skrifstofunni en einnig er hægt að nýta sér tilboðið með því að smella á
meðfylgjandi hlekk.
Sækja um kort
Kast og fluguhnýtingarnámskeið
- Details
- Created on Tuesday, 05 February 2019 22:56
- Written by Arnar Óskarsson
Fyrirhuguð eru kast og fluguhnýtingarnámskeið á vegum SVFK
Leiðbeinandi verður Hjörleifur Steinarsson fluguveiðimaður, leiðsögumaður og stórhnýtari en hann er félaginu vel kunnur þar sem hann hefur áður haldið námskeið fyrir félagsmenn.
Fluguhnýtingarnámskeið:
Það komast 5-6 manns á hnýtingarnámskeiðið og verður það haldið dagana 25. feb-1. mars í sal félagsins.
Kennt verður þrjú kvöld í 2-2,5 klst í senn.
Verðið er kr 12.000 og er allt efni og notkun áhalda innifalin í verði.
Flugukastnámskeið:
Það er ekki komin endaleg tímasetning á kastnámskeiðið en fyrirkomulagið verður þannig að það hver og einn kemur með sínar græjur en Hjörleifur mun að sjálfsögðu vera með uppsettar stangir fyrir þá sem það vilja.
Verð á námskeiðið er kr 8.000
Hvetjum við áhugasama til að skrá sig sem fyrst með því að senda félaginu tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Afmælis og villibráðarhátíð 2018
- Details
- Created on Monday, 19 November 2018 23:41
- Written by Arnar Óskarsson
Það var mikið um dýrðir þegar Stangveiðifélag Keflavíkur hélt upp á 60 ára afmælið með pompi og prakt fyrir fullu Oddfellow húsi um helgina.
Matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson var að sjálfsögðu í aðalhlutverki með villibráðarhlaðborð sem á sér enga hliðstæðu. Það eru löngu hætt að vera til nógu sterk lýsingarorð yfir matseld og framreiðslu þessa mikla meistara en þetta er 10. árið í röð sem hann er með villibráð hjá félaginu.
Tekið var á móti veislugestum með fordrykk og bauð Gunnar Óskarsson, formaður félagsins, gesti velkomna og setti hátíðina.
Veislustjóri kvöldsins Gísli Einarsson mætti uppáklæddur í hárauðum jakkafötum með gullbindi sem vakti mikla kátínu og fór hann hamförum í uppistandinu. Máttu gestir hafa sig alla við að ná andanum á milli hláturskasta.
Jóhanna Guðrún tróð upp ásamt Davíð Sigurgeirssyni undirleikara og fóru þau hjú á kostum í frábærum flutningi sínum.
Verðlaunafhending og happdrætti var á sínum stað með glæsilega vinninga og að lokum steig hljómsveitin Sue á stokk og hélt veislugestum í dúndurstuði á dansgólfinu fram eftir nóttu.
Hinn velheppnaða ljósmyndabakgrunn í forstofu hússins hannaði Benedikta Benediktsdóttir og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Ljósmyndun var svo í öruggum höndum Garðars Ólafssonar og óhætt að segja að myndirnar segi meira en mörg orð um stemninguna.
Stjórn SVFK vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg til að gera þessa hátíð sem glæsilegasta.
Einnig viljum við þakka styrktaraðilum og þá sérstaklega veislugestum fyrir frábært kvöld.
Án ykkar væri þetta ekki hægt.
Miðasalan á hátíðina verður föstudagskvöldið 2. nóvember
- Details
- Created on Tuesday, 30 October 2018 23:46
- Written by Arnar Óskarsson
Miðasala á áður auglýsta villibráðar og afmælishátíð SVFK verður í sal félagsins Hafnargötu 15 eh.
föstudagskvöldið 2. nóv. frá kl 18-19
Fordrykkur, veislustjóri Gísli Einarsson (Landinn), Villibáðarhlaðborð Úlfars Finnbjörnssonar, Jóhanna Guðrún, Hljómsveitin Sue leikur fyrir dansi
Miðaverð kr 12.000
Hægt er að taka frá miða á hátíðina í síma 823 4922 Óskar Færseth
Þeir sem hafa tekið frá miða á hátíðina er bent á að nálgast miðana á föstudagskvöldið
Ath að það verður aðeins miðasala þetta eina kvöld
Matseðill meistara ÚIfars Finnbjörnssonar
- Details
- Created on Tuesday, 30 October 2018 23:19
- Written by Arnar Óskarsson
Villibráðahlaðborð Úlfars Finnbjörnssonar 17. nóv.
Hugmyndaflugi og framreiðslu meistara Úlfars Finnbjörnssonar á villibráð verða engin takmörk sett laugardaginn 17. nóv í Oddfellow salnum í Grófinni. Úlfar er enn að fjölga réttum á milli ára og eitt af því sem verður nýtt á matseðlinum er Elgur. Köldu réttirnir verða að minnsta kosti 33 og heitu réttirnir „ekki nema“ 12
Eins og Úlfars og er von og vísa þá áskilur hann sér allan rétt til þess að breyta og jafnvel fjölga réttum á borðinu.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Matseðilinn:
Kaldir réttir:
1. Elgs carpaccio
2. Reykt gæs með sesamvinegrette
3. Grafið Hreindýr
4. Hreindýraterrine með títuberjasósu
5. Heitreykt hreindýrahjörtu með piparrótarsósu
6. Hreindýralifrarkæfa með sólberjahlaupi
7. Heitreyktur skarfur með gráðostafrauði
8. Rósapipargrafinn skarfur með mangósalsa
9. Þurrkaðar hreindýrapylsur með grænum pipar
10. Andaballadin með appelsínusósu
11. Reykt hrefnurúlla með sesamosti
12. Chilli og rósapipargrafin langvía
13. Gæsarillet með Grandmariner
14. Álaterrine með lárperum
15. Súrulegin bleikja með agúrkum
16. Lax terriaki með perum
17. Urriði með klettakálspestó
18. Blönduð villibráð í berjaosti
19. Hvala randalín með piparrót
20. Reyktur lundi með engifer og chilli
21. Einiberjagrafið hreindýr með sólberjasósu
22. Svartfuglssalat
23. Hrefnusalat
24. Andarsalat
25. Gæsasalat
26. Lundasalat
27. Anísgrafinn sjóbirtingur
28. Lakkrís og estragon grafinn lundi
29. Reykt hreyndýr
30. Lundajurky
31. Reyktur lax
32. Grafin gæs með bláberjasósu
33. Gæsalifrarmousse með lauksultu og kúrenum
Kalt meðlæti:
1. Brokkolísalat með rúsínum og rauðlauk
2. Melónu- og mangósalat með cumin
3. Berjasoðnar perur
4. Eplasalat
5. Blandað brauð
Heitir réttir:
1. Elgur
2. Léttsteiktar gæsabringur
3. Hreindýr
4. Hrefnusteik
5. Léttsteiktar svartfuglsbringur
6. Gæsalæra confit
7. Lundabringur
8. Skarfabringur
9. Léttsteikt langreiður
10. Kryddhjúpað lambalæri
11. Villibráðarsúpa
12. Heilsteiktir dádýravöðvar
Heitt meðlæti:
1. Bakaðar kartöflur og rótargrænmeti
2. Balsamgljáður perlulaukur
3. Villibráðasósa
4. Villisveppasósa
5. Trufflusósa
Úlfar Finnbjörnsson áskilur sér allan rétt á að fjölga réttum enn frekar J