Tilboð á gistingu og veiði í Vesturhópsvatni

Stjórn SVFK hefur tekið ákvörðun um að bjóða upp á tilboð á gistingu og veiðileyfum í Vesturhópsvatni.
Lækkun á verðskrá um 40% sem gildir í allt sumar, alveg til loka nóvember 2020.
Sólarhringurinn kostar nú aðeins kr 10.200 (verð áður 17.000) og er gistiaðstaða fyrir 8-10 manns í hvoru húsi. Verðtímabilið lækkar ennfrekar eftir 10. ágúst en þá kostar sólarhringurinn aðeins kr 9.000 (verð áður 15.000).

Með þessu framtaki vill félagið hvetja landsmenn til að ferðast um landið í sumar.
Tökum reyndar ekki við neinum ferðaávísunum 🙂

Vonast félagið til þess að undirtektir verði góðar og að sem flestir noti tækifærið, bregði undir sig betri fætinum, skella sér í húsin við Vesturhópsvatn og njóti alls þess sem íslensk náttúra í Vestur-Húnaþing hefur upp á að bjóða.

Húsið við Vesturhópsvatn er tvískipt með sérinngangi hvoru megin sem er fullkomin jafnt fyrir einstaklinga sem stórar fjölskyldur.
Veiðileyfi og afnot af bát fylgja með.
Hentar vel fyrir alla þá sem hyggja t.d. á veiðar í vatninu, skotveiði á haustin (erum ekki að selja skotleyfi), fara í göngur og réttir, berjatínslu og/eða gista í lengri eða styttri tíma á ferð sinni um landið og njóta.
Mögnuð náttúra er  umhverfis vatnið og margt að skoða í grendinni, þ.á.m. Borgarvirki sem gnæfir yfir vatnið austanvert.

Margt er að sjá og skoða sé keyrt fyrir Vatnsnesið en víða á nesinu eru bestu selaskoðunarstaðir landsins.  Hæst ber þó að nefna Hvítserk sem er 15 mtr hár klettadrangur iðandi af fuglalífi. Sellátur við Sigríðarstaðaós þar sem sjá má hundruðir sela. Hindisvík en þar er sérstakur griðastaður sela og er hægt að komast mjög nálægt þeim í sínu náttúrulega umhverfi. Illugastaðir eru  þekktir fyrir söguna um Illugastaðamorðin sem þar voru framin og leiddu til síðustu aftöku á Íslandi. Ánastaðastapi stór og mikill Klettadrangur með fjölskrúðugt fuglalíf. Hvammstangi þar sem Selasetur Íslands er til húsa ásamt fleiru sem vert er að skoða að ógleymdu fleiru sem er í grendinni eins og Kolugljúfur ofl.

Það eina sem þið þurfið að gera er að fara inn á vefverslunina http://vefverslun.svfk.is/ fylgja leiðbeiningunum vel á forsíðunni um innskráningu, farið inn á lausa daga í Vesturhópsvatni, veljið þá daga sem þið hafið hug á að kaupa.
Þegar búið er að setja dagana í körfu þá er hægt að klára pöntun og veljið: Nota afsláttarkóða, en þá kemur val gluggi sem þið veljið Hop.
Sumir gætu þurft að skrifa Hop í gluggann en það er misjafnt eftir tölvum og hvaða leið er farin.
Við þetta þá virkjast 40% afslátturinn. Vesturhóp – Hop – 40%.
Greiðið með greiðslukorti, getið einnig prentað út veiðileyfið og allar nauðsynlegar uppl sem þarf að hafa með í för.

Nánari uppl um aðstöðuna má sjá hér https://svfk.is/veidisvaedi/vesturhopsvatn/
Kaupa má leyfi á vefversluninni http://vefverslun.svfk.is/