Innheimta félagsgjalda

Allir félagar fá í janúar, ár hvert, senda rukkun í heimabanka vegna félagsgjalda og viljum við minna félagsmenn á að greiða þá sem fyrst.

Aðeins skuldlausir félagar koma til greina við úthlutun leyfa.

Hafi einhverjir ekki fengið senda rukkun þá biðjum við viðkomandi að hafa samband við skrifstofu sem allra fyrst.

Þeir sem skulda tvö árgjöld eða fleiri eiga á hættu að verða felldir út af félagaskrá samkvæmt lögum félagsins en þurfa samt sem áður að standa skil á útistandandi  ógreiddum félagsgjöldum.

Jafnframt skal það ítrekað að þeir sem ætla að segja sig úr félaginu þurfa að gera það skriflega, og afhenda það eða senda skrifstofu félagsins.