Afhverju að ganga í félagið?
Í hröðum heimi snjalltækja þá gleymist stundum að góðir hlutir gerast hægt. Stangveiði er íþrótt sem æfir þolinmæði og þrautsegju. Það þarf nefnilega slatta af þolinmæði og þrautsegju til að ná fisk nema veiðimaðurinn sé þeim mun heppnari.
Stangveiði er heilsubætandi íþrótt sem tengir saman kynslóðir, veiðin er fjölskylduvæn íþrótt og svo sannarlega hæfni sem vert er að kunna. Það að fara út að veiða í íslenskri náttúru í góðum félagsskap og slaka á við árbakkann, er talið hafa róandi áhrif á líkamann, lækka blóðþrýsting og draga úr streytu og kvíða. Það er jú fátt sem toppar útivist í íslenskri náttúru í góðum félagsskap.
Stangveiðifélag Keflavíkur var stofnað 1958 er í dag öflugt og sívaxandi. Það hefur yfir fjölbreyttum veiðisvæðum að ráða. Aðall félagsins er og hefur verið sjóbirtingsveiði og þá aðallega á svæðum í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Á öllum svæðum félagsins er góð veiðivon, þó aðallega sjóbirtingur eins og áður nefndi ásamt urriða, bleikju og laxveiði. Veiðihúsin eru vel búin og veiðisvæðin skemmtileg.
Kostir þess að ganga í félagið eru fjölmargir en þeir helstu eru:
- Forgangur að veiðileyfum
- 15% afsláttur af veiðileyfum
- Veiðikortið með afslætti
- Félagsblað SVFK
- Veiðimannakvöld og árshátíð
- Flugukast og hnýtingarnámskeið
Félags- og inntökugjöld í SVFK
Vara | Lýsing | Verð | Aðgerð |
---|---|---|---|
Inntökugjald fyrir 16 ára og eldri | Innifalið er inntöku- og félagsgjald fyrir fyrsta árið. Félagsgjöld eru eftir fyrsta árið 8.000kr á ári fyrir 16 ára og eldri. | 10.500 kr. | |
Inntökugjald fyrir yngri en 16 ára | Innifalið er inntöku- og félagsgjald fyrir fyrsta árið. Félagsgjöld eru eftir fyrsta árið 8.000kr á ári fyrir 16 ára og eldri. | 5.250 kr. | |
Inntökugjald fyrir maka félagsmanna | Innifalið er inntöku- og félagsgjald fyrir fyrsta árið. Félagsgjöld eru eftir fyrsta árið 8.000kr á ári fyrir 16 ára og eldri. | 5.250 kr. | |
Félagsgjald fyrir 16 ára til 67 ára | Félagsgjald fyrir 16 ára til 67 ára í eitt ár. | 8.000 kr. | |
Félagsgjald fyrir yngri en 16 ára | Félagsgjald fyrir yngri en 16 ára í eitt ár. | 3.250 kr. | |
Félagsgjald fyrir maka félagsmanna | Félagsgjald fyrir maka félagsmanna í eitt ár. | 3.250 kr. |