Forúthlutun lokið og veiðileyfin í almenna sölu

Það var vel sótt um í forúthlutun og ættu allir að vera komnir með úrlausn sinna mála.
Viljum við þakka félagsmönnum fyrir góða samvinnu við úrlausn umsókna.

Ný vefverslun er á lokametrunum og þar til hún verður klár höfum við sett inn nýja skrá með lausum leyfum hér á heimasíðuna.
Hægt er að sækja um leyfi og mun skrifstofan vera í sambandi með tölvupósti í framhaldinu.
Skrifstofan verður lokuð í apríl vegna orlofs og verður því opin næst miðvikudagskvöldið 7. maí