Villibráðahátíð SVFK (myndasafn)

Árleg Villibráðaveisla SVFK fór fram föstudagskvöldið 7. nóv sl í Oddfellow salnum

Var mjög góð mæting og látið sérstaklega vel að villibráðahlaðborði meistara Úlfars Finnbjörnssonar sem var að sjálfsögðu í aðalhlutverki og fyrirferðamikið að venju.

Húsið opnaði 18:30 með fordrykk og setti formaðurinn Gunnar J Óskarsson hátíðina í framhaldinu.
Hátíðin hófst á því að Vilhjálmi V Ragnarssyni var þakkað sérstaklega fyrir ómetanleg störf og stjórnarsetu fyrir félagið í vel yfir 30 ár.

Veislustjóri var hinn óviðjafnanlegi Gísli Einarsson en hann fór á kostum allt kvöldið

Happdrættið var á sínum stað með fjölda vinninga

Hljómsveitin Sue hélt svo dansgólfinu vel þéttu eitthvað fram eftir

 

Stjórn SVFK vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg til þess að gera hátíðina sem glæsilegasta.

Einnig viljum við þakka styrktaraðilum og þá sérstaklega veislugestum fyrir frábært kvöld, án ykkar er þetta ekki gerlegt.

 

Ljósmyndarinn Jón Logi Víðisson smellti af nokkrum myndum sem fylgja hér neðar