Bjartmar Guðlaugsson treður upp á Villibráðaramælishátíðinni þann 10. nóv

Það verður eflaust tekið vel undir í söng og dansi á Villibráðarafmælishátíðinni föstudagskvöldið 10. nóv þegar Bjartmar nokkur Guðlaugsson stígur á stokk.

Bjartmar sem er flestum að góðu kunnur fyrir tónlist sína, hefur samið ógrynni af þekktum lögum sem hafa lifað með þjóðinni í áratugi

Lög eins og Týnda kynslóðin, Sumarliði er fullur, Ég er ekki alki og Þannig týnist tíminn, munu eflaust hljóma ásamt fleiri góðum slögurum svo gestir eiga von á góðu

Við minnum á að það eru allir velkomnir

Fulla dagskrá má sjá hér