Við minnum á breytt snið á forúthlutun.
Vegna aðstæðna þá verður skrifstofan ekki opin á úthlutunardeginum 19. mars.
Forsvarsmenn úthlutunarnefndar verða hinsvegar á staðnum á milli kl 18:30 og 20:30 og að taka á móti símtölum.
Það ná klárlega ekki allir í gegn og til að létta á álaginu þá viljum við hvetja menn til að senda  fyrirspurnir um sína úthlutun á tölvupósti á svfk@svfk.is     

Öllum umsækjendum mun verða svarað og einnig verður sendur staðfestingarpóstur á alla sem sóttu um á vefnum.

Þetta mun taka aðeins lengri tíma en vanalega og stefnum við á að ljúka þessari vinnu fyrir mánudaginn 23. mars
Við vonum að allir sýni þessu skilning.