Dagar frá Kolskegg og IO

SVFK hefur fengið nokkra laxveiðidaga í Eystri Rangá í umboðssölu frá Kolskegg

Einnig hefur félagið fengið til umráða nokkra veiðidaga frá Iceland Outfitters í Leirá í Leirársveit þar sem bæði sjóbirtingur og lax veiðist, Laxveiði í Ytri Rangá, Urriðafossi og Vesturbakka Hólsár.
Dagarnir standa eingöngu félagsmönnum SVFK til boða þar til forúthlutun lýkur.
Eftir það verður dögunum skilað.
Nánari upplýsingar verða í söluskrá félagsins sem verður dreift í hús á næstunni


Eystri Rangá

Hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein albesta laxveiðiá landsins en meðalveiði síðustu fimm ára er 4300 laxar á ári en sumarið 2020 veiddust 9070 laxar í ánni. Áin er þekkt fyrir afar góða og mikla veiði.

Verðskrá:

Verð á stöng pr. dag
Heilir dagar án gistiskyldu, veitt frá morgni til kvölds
Hægt er að kaupa stakar stangir

Dags      Stangir        Félagsmenn
23/9-28/9        18        69,000,-
5/10-16/10      12        47,000,-

Veiðitilhögun

Fjöldi stanga: 18 í sept og 12 í okt
Skipting daga: Heilir dagar og skipt um svæði kl 14:00.
Daglegur veiðitími:
Veitt frá kl 8-20 án hlés
Agn: Blandað agn
Kvóti: Kvóti er 3 smálaxar undir 70 cm á stöng á vakt en sleppa ber laxi 70 og yfir.
Sleppa skal laxi yfir 70cm án undantekninga og fá veiðimenn gjöf sleppi þeir stórlaxi í kistur.
Sleppa skal öllum silungi lifandi í ána aftur.

———————————————————————————————————————-

Laxveiði í Ytri Rangá

Ytri Rangá er ein allra besta laxveiðiá landsins með meðalveiði sl. 15 ára uppá 6300 laxa og er búin að vera í toppsætum bestu laxveiðiáa landsins síðastliðin 25 ár hvort sem það er veiddir laxar á stöng eða heildarfjölda veiddra laxa. Ytri Rangá á standandi Íslandsmet í fjölda veiddra laxa sem var nálægt 15.000 löxum.  Ytri Rangá er staðsett á suðurlandi í um 70 mín akstri frá Reykjavík.

Verðskrá

Stakir dagar án gistiskyldu
Leyfilegt er að veiða á flugu, spón og maðk

Hægt að kaupa staka stöng frá morgni til kvölds

Verð á stöng pr. dag
Val um daga innan tímabils

Dags        Stangir      Félagsmenn
23/9-24/9      20          69,800,-
25/9-26/9      20          72,800,-
1/10-3/10      18          63,500,-
6/10               18          39,800,-

Ein stöng í tvo daga, skipting á hádegi (hálfur, heill, hálfur)
Verð með fæði og gistiskyldu
Leyfilegt er að veiða á flugu, spón og maðk

Hægt að kaupa staka stöng

Verð á stöng pr. dag

Dags        Stangir      Félagsmenn
18/9-20/9        20        141,600,-
20/9-22/9        20        141,600,-

Hægt er að fá gistingu með morgunmat í veiðihúsinu.
10 laxa kvóti á dag
Stórlaxi skal sleppt


———————————————————————————————————–

Leirá í Leirársveit er lítil og skemmtileg lax og sjóbirtingsveiðiá í um 40 mín fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Í Leirá er engöngu veitt með flugu og öllum fiski sleppt. Báðar stangirnar eru seldar saman og fylgir lítið en huggulegt veiðihús seldum veiðileyfum.

Verðskrá
Tvær stangir seldar saman í heilan dag með húsi,
má mæta í hús kvöldið fyrir veiði. 
Eingöngu leyft að veiða á flugu

Sumar og haustveiði

18/7-19/7       2st saman       49,800,-
25/7-26/7       2st saman       49,800,-
17/8-18/8       2st saman       66,800,-
23/8-24/8       2st saman       66,800,-
13/9-14/9       2st saman       74,800,-
27/9-28/9       2st saman       74,800,-

Veiðitilhögun

Fjöldi stanga: 2 stangir seldar saman
Skipting daga:
Heilir dagar
Daglegur veiðitími sumar/haust: Veitt frá kl 7-13 og 16-22 Frá 20. ágúst kl 7-13 og 15-21
Agn: Eingöngu fluguveiði
Kvóti:
Öllum fiski sleppt

 

Urriðafoss

 

Þjórsá geymir einn stærsta villta laxastofn landsins og hefur laxveiði verið stunduð þar lengur en elstu menn muna.

Stangveiðin í Urriðafossi er meira ævintýri en nokkurn gat órað fyrir og hefur Urriðafoss trónað á toppnum yfir bestu laxveiðisvæði landsins frá því að stangveiði hófst í fossinum árið 2017.

Verðskrá

Eingöngu seldar 2 eða 4 stangir saman í einn dag
Veitt á flugu og maðk

Verð fyrir 2 stangir í einn dag
Dags          Stangir       Félagsmenn

11/7               2 (4)             273,600,
12/7               2 (4)             273,600,-
12/8               2 (4)              85,600,-
15/8               2 (4)              85,600,-
16/8               2 (4)              85,600,-

Veiðitilhögun

Fjöldi stanga: 2 eða 4 stangir seldar saman
Skipting daga: Heilir dagar
Daglegur veiðitími: Frá kl 07:00-13:00 og 16:00-22:00
Agn: Fluga og maðkur. Þegar veiðimenn veiða með flugu er hámarkstærð þríkrækju nr 6
Kvóti: 5 laxar á stöng á dag

 

Hólsá vesturbakki, ósasvæði

Ósasvæði Hólsár vesturbakka  er eitt gjöfulasta 2 stanga laxveiðisvæði  landsins þar sem árlega ganga hátt í 10.000 laxar í gegn á leið upp í Ytri- og Eystri-Rangá.

 

Verðskrá

Stakir dagar án gistiskyldu

Eingöngu seldar 2 saman í heilan dag frá morgni til kvölds
Leyfilegt er að veiða á flugu og spón

ATH  Verðið er fyrir 2 stangir í einn dag
Dags          Stangir       Félagsmenn

19/7               2                   149,800,-
7/8               2                   149,800,-
16/8               2                   149,800,-

Veiðitilhögun

Fjöldi stanga: 2 stangir seldar saman
Skipting daga:
Heilir dagar
Daglegur veiðitími júlí og ágúst: Veitt frá morgni til kvölds frá kl 7-13 og 15-22
Agn: Fluga og spónn
Kvóti:
Kvóti er 10 smálaxar á dag eða 5 smálaxar pr. vakt á stöng