Dagar í Langá, Laugardalsá og Laxá í Laxárdal

SVFK hefur fengið nokkra veiðidaga í umboðssölu  frá SVFR.
Þeir dagar sem um ræðir eru í Langá á Mýrum, Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi og Laxá í Laxárdal.

Dagarnir verða í skjalinu með þeim leyfum sem laus eru til umsóknar og standa eingöngu félagsmönnum til boða á meðan á forúthlutun stendur.
Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um árnar en farið er nánar í gegnum þær í félagsblaðinu/söluskránni okkar.

Langá á Mýrum er ein gjöfulasta laxveiðiá landsins og býður upp á fjölbreytta veiðistaði með góðu aðgengi en alls eru 93 skráðir veiðistaðir.
Meðalveiði síðustu 10 ára er 1236 laxar
Veiðihúsið Langárbyrgi er á bökkum Langár og er með þjónustu eins og best verður á kosið og er með 12 tveggja manna herbergjum með sér baðherbergi. Einnig er gufubað á staðnum þar sem menn geta látið líða úr sér.
Full þjónusta er í húsinu allan veiðitímann

Verðskrá
Verð á stöng pr. dag

Þrír dagar, (hálfur, heill, heill, hálfur)
Hægt að kaupa staka stöng

Dags           Stangir   Félagsmenn
2/8-5/8            12         182,000,-

Tveir dagar, (hálfur, heill, hálfur)
Dags           Stangir   Félagsmenn
5/9-7/9            12          104,000,-

Fæði/gisting
2/8-5/8  kr 39,900 á mann pr dag *
5/9-7/9  kr 28,900 á mann pr dag *
* 5,000 auka ef einn í herbergi

Veiðitilhögun

Fjöldi stanga: 12
Agn:
Fluga
Kvóti: Tveir á vakt á stöng undir 70 cm. Sleppa skal öllum fiski 70cm og lengri

——————————————————————————————————–

 

Laugardalsá er við Ísafjarðardjúp og rennur til sjávar í vestanverðum Mjóafirði.
Hún er nett þriggja stanga laxveiðiá með magnaða veiðistaði og vatnshraðinn kjörinn fyrir
fluguveiði. Það veiðist einnig vænn silungur í ánni og vötnunum sem fylgja.
Þarna er mjög gott hús og sjálfsmennska, pláss fyrir 10 manns í húsi og frábær staður fyrir fjölskylduveiði.
Meðalveiði síðustu (2016-2023) er 131 lax, mest veiddist árið 2016 en þá veiddust 229 laxar.
Áin hentar vel smærri hópum sem vilja njóta sín í einstöku náttúruumhverfi og fá að vera útaf fyrir sig
Veiðifélagið hefur verið að sleppa töluverðu af seiðum síðustu 2 sumur og er það von manna að það skili sér inn í veiðina í sumar, þá gæti orðið veisla þarna.

Verðskrá
Verð á stöng pr. dag
Hollið eingöngu selt saman

Tveir dagar, (hálfur, heill, hálfur)

Dags           Stangir   Félagsmenn
13/7-15/7        3            117,000,-
6/8-8/8           3            117,000,-
14/8-16/8        3            117,000,-

Veiðitilhögun

Fjöldi stanga: 3
Skipting daga:
Hálfur heill og hálfur
Agn:
Fluga
Kvóti:
Einn lax á vakt undir 70 cm

———————————————————————————————————

 

Laxá í Laxárdal geymir stærri fiska en víða annars staðar á Íslandi og sé svæðið borið saman við Mývatnssveitina þá veiðast færri en stærri fiskar í Laxárdal.
Aðgengi er gott í Laxárdal og þar er hægt að keyra að flestum veiðistöðum og frekar einfalt er að vaða á flestum stöðum.
Veiðimenn eru vel utan alfaraleiðar og eru því út af fyrir sig í mögnuðu umhverfi Laxárdalsins.
Óhætt er að fullyrða að veiðisvæðið í Laxárdalnum sé einstakt í sinni röð; umhverfið, vatnið og veiðin skapa órofna heild sem lætur engan ósnortinn. Hér finna menn sig vel hvort sem notaðar eru púpur, straumflugur eða þurrflugur.
Veiðin árið 2022 var 870 fiskar, meðalstærð var 58,5cm
Veiðihúsið Rauðhólar hefur farið í gegnum miklar endurbætur síðustu ár og er húsið allt hið glæsilegasta að innan sem utan. Í húsinu eru tíu tveggja manna herbergi, öll með sturtu og salerni.

 

Verðskrá
Verð á stöng pr. dag
Hægt að kaupa stakar stöng í heilan dag (hálfur og hálfur)
Val um daga innan tímabils


Tímabil     Stangir     Félagsmenn
17/7-23/7        9            50,300,-

Caddis holl*
Þrír dagar, (hálfur, heill, heill, hálfur)
Dags
          Stangir     Félagsmenn
9/8-12/8         6            50,600,-
* Fylgir með leiðsögn um ána, veiðistaði og veiðiaðferðir

Fæði/gisting
26,900 á mann pr dag og 3,000 auka ef einn í herbergi

Veiðitilhögun

Fjöldi stanga í ánni: 12
Agn:
Fluga og öllum fiski sleppt