Áður auglýst flugukastnámskeið verður haldið í íþróttahúsinu á Sunnubraut mánudags og þriðjudagsskvöldið 3. og 4. júní frá kl 21-23.
Hver og einn mætir með sínar græjur en uppsettar stangir verða á staðnum fyrir þá sem þurfa.
Leiðbeinandi verður Hjörleifur Steinarsson.
Verð kr 8.000 en félagsmenn fá námskeiðið á kr 5.000
Við biðjum þá sem áður höfðu skráð sig um að endurnýja skráninguna.
Skráningar í tölvupósti á [email protected]