Opnað hefur verið fyrir umsóknir félagsmanna SVFK til forúthlutunar hér á heimasíðunni.
Félagsblaðið/söluskráin okkar fer í dreifingu fimmtud 27. mars
Hér neðar eru uppl og hlekkir á flest sem skiptir máli í ferlinu
Umsóknarfresturinn rennur út miðvikudaginn 9. apríl kl 16 og verður úthlutað fimmtudaginn 10. apríl frá kl 18:30 – 20:30
Eingöngu þeir sem eru félagar í SVFK, eru skuldlausir og hafa greitt félagsgjöldin eiga rétt á að taka þátt í forúthlutuninni.
Öllum félagsmönnum á að hafa borist rukkun fyrir gjaldinu á heimabankann sinn. Hafi hún ekki borist þá endilega látið vita sem fyrst svo það hafi ekki áhrif á vinnslu umsókna.
- Aðeins skuldlausir félagar koma til greina við úthlutun leyfa.
- Kynnið ykkur vel úthlutunarreglurnar áður en sótt er um.
Sjá hér úthlutunarreglur - Úthlutun og sala veiðileyfa SVFK fyrir árið 2025.
- Umsóknir berist félaginu á þar til gerðu umsóknarformi sem er að finna á heimasíðu félagsins fyrir kl 16 miðvikudaginn 9. apríl.
Úthlutun sjálf fer fram 10. apríl kl 18:30 og skulu veiðimenn athuga með leyfin sín með því að mæta á skrifstofuna, senda tölvupóst eða hringja.
Allir fá senda staðfestingu á móttöku í tölvupósti frá félaginu, fyrr er umsóknin ekki gild.
Athugið að staðfestingar á umsóknum geta lent í ruslpóstinum. - Skráin með þeim dögum sem lausir eru til umsóknar er á síðunni og má sjá þar skiptinguna á dögunum.
Athugið, það þarf að rúlla alveg niður fyrir Vesturhópsvatn til að sjá þá daga sem við höfum til umráða á öðrum svæðum en okkar eigin en þeir eru í Langá á Mýrum, Laugardalsá, Laxá í Laxárdal, Eystri Rangá, Ytri Rangá, Hólsá Vesturbakki, Urriðafoss og Leirá í Leirársveit. Einnig eru ofar dagar í Djúpavatni og Hlíðarvatni. Má geta þess að félagsmenn okkar fá leyfin frá SVFR á sömu kjörum og félagsmenn þeirra fá þau.
Öllum þessum dögum verður skilað aftur til baka um leið og forúthlutun lýkur - Fljótlega eftir að úthlutun lýkur verða laus leyfi sett inn á nýja vefverslun á heimasíðunni til almennrar sölu.
- Skrifstofa SVFK verður opin frá kl. 18:30-20:30 á miðvikudagskvöldum í maí eftir að forúthlutun lýkur. Hægt er að hringja á skrifstofuna alla daga og ná þannig sambandi við Arnar sölumann veiðileyfa.
- Veiðileyfaskrá 2025. Hér má sjá skiptinguna á þeim dögum sem er til úthlutunar
- Smellið hér fyrir umsóknarform Forúthlutun 2025
- Verðskrárnar eru á heimasíðunni nema þeir dagar sem eru í umboðssölu, nánari uppl um verð og ofl eru í félagsblaðinu