Það er komið að þessu árlega.
Opnað hefur verið fyrir forúthlutun félagsmanna SVFK.
Hér fyrir neðan er allt sem þarf að vita um forúthlutunina.
Félagsblaðið/söluskráin okkar er á leið til ykkar í pósti og við höfum opnað fyrir umsóknir hér á vefnum.
Félagsblaðið/söluskrána má sjá neðst  í greininni á rafrænu formi ásamt umsóknarforminu

 

 • Eingöngu þeir sem eru félagar í SVFK og hafa greitt félagsgjöldin fyrir 2021 eiga rétt á að taka þátt í forútlutuninni.

 • Aðeins skuldlausir félagar koma til greina við úthlutun leyfa.

 • Kynnið ykkur vel úthlutunarreglurnar áður en sótt er um.
  sjá hér Úthlutunarreglur

 • Umsóknir berist félaginu fyrir kl 16 þriðjudaginn 9. mars.

 • Allir fá senda staðfestingu á móttöku í tölvupósti frá félaginu, fyrr er umsóknin ekki gild.
  Athugið að a
  lgengt er að staðfestingar á umsóknum geta lent í ruslpóstinum.

 • Það er komin inn skrá þar sem sjá má skiptinguna á þeim dögum sem eru til umsóknar. 


 • Félagsmenn menn skulu athuga með veiðileyfin sín á úthlutunardeginum sem er fimmtudagurinn 11. mars frá kl. 18:30 -20:30 með því að mæta á skrifstofuna, senda tölvupóst eða hringja.

 • Veiðileyfi í vorveiði þarf að greiða að fullu á úthlutunardögum.
  Sumar og haustleyfi verði staðfest með 30% greiðslu á úthlutunardögum.


 • Félagsmönnum ber að ganga frá fullnaðaruppgjöri fyrir 11. apríl.
  Eftir 11. apríl fara þau leyfi sem verða ófrágengin í almenna sölu.
  Athugið að 30% staðfestingargjald er óendurkræft að þeim tíma liðnum.

  ·         Fljótlega eftir að úthlutun lýkur verða laus leyfi sett inn á heimasíðuna til almennrar sölu.

 • Skrifstofa SVFK er opin frá kl. 18:30-20:30 á mánudags og fimmtudagskvöldum eftir að forúthlutun lýkur og verður svo til 12. apríl
  Opnunartími frá 12. apríl til 18. okt. Skrifstofan verður opin einu sinni í viku og verður það á miðvikudagskvöldum frá kl 18:30-20:30

 • Veiðileyfaskrá. Hér má sjá skiptinguna á þeim dögum sem eru til úthlutunar

 • Smellið hér fyrir Umsóknarform forúthlutun SVFK

 • Smellið hér fyrir Félagsblaðið/söluskrá 2021

 • Verðskrárnar eru líka inni á hverju veiðisvæði fyrir sig á heimasíðunni.