Umsóknir berist félaginu á þar til gerðu umsóknarformi sem er að finna á heimasíðu félagsins, fyrir kl 16 þriðjudaginn 17. mars.
Eiga allir að fá senda staðfestingu á móttöku í tölvupósti frá félaginu, innan tveggja sólarhringa, fyrr er umsóknin ekki gild.
Einnig má setja umsóknir í póstkassa félagsins að Hafnargötu 15.
Afgreiðsla veiðileyfa verður sem hér segir:
Félagsmenn menn skulu athuga með veiðileyfin sín á úthlutunardeginum sem er fimmtudagurinn 19. mars frá kl. 18:30 -20:30 með því að mæta á skrifstofuna senda tövupóst eða hringja.
Þeir sem ekki athuga með veiðileyfin sín þann 19. mars geta átt von á því að missa veiðileyfin sín fyrirvaralaust.
Gjalddagi veiðileyfa og greiðslutilhögun:
Veiðileyfi í vorveiði þarf að greiða að fullu á úthlutunardögum.
Sumar og haustleyfi verði staðfest með 30% greiðslu á úthlutunardögum.
Félagsmönnum ber að ganga frá fullnaðaruppgjöri 19. apríl.
Eftir 19. apríl fara þau leyfi sem verða ófrágengin í almenna sölu.
Athugið að 30% staðfestingargjald er óendurkræft að þeim tíma liðnum.
Hægt er að greiða í heimabanka eða koma á skrifstofutíma.
bankanúmer SVFK 0542-26-2953, kennitala er 620269-0509.
Vinsamlega sendið greiðslukvittun í tövupósti á [email protected]