Jónskvísl og Sýrlækur

Staðsetning

Jónskvísl og Sýrlækur eru staðsettir í Landbroti rétt vestan Kirkjubæjarklausturs.
Árnar eru mjög fallegar og skemmtilegar. Þetta eru fyrst og fremst sjóbirtingssvæði en þó er aðalveiðin yfir sumartímann bleikja og staðbundinn urriði. Mjög gott aðgengi er að ánni.

Leiðarlýsing að húsi

Á austurleið er beygt til hægri af þjóðvegi 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna. Ekið er í um 10 mínútur þar sem keyrt er yfir árnar Grenlæk, Sýrlæk og Jónskvísl. Beygt er til vinstri inn að bæjunum Fossum og Arnardrangi. Bærinn Arnardrangur er staðsettur við enda vegarins. Þar er ekið í gegnum hlað Arnardrangs sem leið liggur að veiðihúsinu.

Ath að þessi leið er eingöngu fyrir veiðimenn SVFK sem gista í húsinu. Fólksbílafært er að veiðihúsinu. Vinsamlegast lokið hliðinu á eftir ykkur.

Veiðihús

Gott veiðihús er á besta stað í hraunjaðrinum rétt áður en komið er í Flóðið. Húsið er rafvætt og skiptist þannig að það er eldhús, setustofa, snyrting og sturta í annarri álmunni og fjögur tveggja manna (kojur)svefnherbergi í hinni. Gasgrill er á staðnum.

Veiðimenn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma húsið klukkan 14 brottfarardag. Eftir 14. ágúst skal rýma húsið kl 13.

Húsgjald og þrif

Sérstakt húsgjald er kr 20.000 fyrir hollið og er ekki inniflalið í stangarverðinu. Innifalið í húsgjaldi eru uppábúin rúm og almenn þrif á húsi. Ætlast er til þess að veiðimenn sjái um þrif á grilli, klára allt uppvask, ganga frá öllu á sinn stað og almennum frágangi. Einnig skulu veiðimenn ganga fá öllu rusli og taka með sér við brottför.

Umsjón og þrif: Björn Hafsteinsson s 848 2157.
Árnefndarformaður er Björgvin Magnússon s 894 7990

Veiðitilhögun

Sumar og haustveiði
Fjöldi stanga: 3
Skipting daga: Tveggja daga holl (hálfur, heill og hálfur dagur)
Veiðitími: 20. júní – 20. okt
Agn: Eingöngu fluga og öllum fiski skal sleppt

Daglegur veiðitími

30. júní til 14. ágúst frá kl 7-13 og 16-22
14. ágúst til 18. okt frá kl 7-13 og 15-21
Ath að eftir 14. ágúst skal hætta veiðum kl 12 á skiptidögum og rýma húsið kl 13.

Veiðibók

Veiðibók fyrir veiðimenn SVFK er staðsett í veiðihúsinu.

Skrá skal allan afla vel og skilmerkilega í veiðibók einnig þeim fiski sem er sleppt. Það er mikilvægt að einstaklingsskrá hvern fisk.

Veiðistaðalýsing

Efri skil veiðisvæðisins markast við svokallað Rafstöðvarlón ofan brúar og neðri skil sem er um 100 mtr. neðan við neðsta foss og ármótum Sýrlækjar en þar er belgur sem afmarkar neðri mörk. Jónskvísl er nánast einn samfelldur veiðistaður en þó eru nokkrir sérlega góðir hyljir og ber þar að nefna sérstaklega Eyvindarhyl sem getur geymt mikið af fiski. Fyrir neðan fossinn er svo góður veiðistaður sem mikið veiðist í árlega. Þá má ekki gleyma Sýrlæk sem er oft vanmetin vegna smæðar en árlega veiðast stórir fiskar í honum.

Stór bleikja er í Jónskvísl en hún er yfirleitt um 3-6 pund og veiðist þá helst í júní-ágúst en eftir það virðist hlutdeild hennar minnka.

Panta veiðileyfi

MyndStaðurVaraLýsingVerðStaðaAðgerð