Mikið vatn og stórir fiskar einkennt vorveiðina í Geirlandsá það sem af er

Vorveiðin í Geirlandsá fór vægt til orða tekið vel af stað og fengu fyrstu fjögur hollin yfir 100 fiska. Fimmta holl sem var við veiðar dagana 9-11. apríl fékk tæpa 50 fiska en eftir það brast á með miklum rigningum, áin varð mórauð og fór á kaf eftir miklar rigningar. Hefur mikið vatn gert mönnum erfitt fyrir á svæðinu síðasta hálfa mánuðinn en samt verið kropp eina og eina vakt þegar vatn hefur náð að sjatna örlítið og hreinsast á milli „kakóa“.

Öll holl hafa samt verið að fá fiska t.d. fengu hollin sem voru

við veiðar dagana 17-19. og 19-21. átján fiska hvort holl og svo það nýjasta sem við fréttum af voru 25 fiskar dagana 23-25. apríl.

Mest hefur fjörið verið á Görðunum svokölluðu og eitthvað við brúna, skiljanlega þegar svona mikið vatn er og aðstæður því erfiðar í Ármótunum þar sem megnið af vorveiðinni fæst allajafnan.

Það sem hinsvegar vekur mesta athygli er sú staðreynd að sex fyrstu hollin veiddu öll yfir 90 cm birtinga og sum hollin fleiri en einn sem er algjörlega fáheyrt og má teljast líklegt að hlutfall stórfiskjar eigi eftir að aukast enn frekar í haustveiðinni þetta árið sem fyrri ár.
Við látum nokkar myndir fylgja með sem við höfum fengið sendar.