Ný árnefnd við Vesturhópsvatn

Ný árnefnd hefur tekið til starfa við Vesturhópsvatn.
Auglýsti SVFK eftir fólki, sem hefði áhuga á að taka að sér að sjá um þau störf sem til falla við veiðihúsið okkar, og svæðið sem tilheyrir okkur við Vesturhópsvatn.

Margir góðir aðilar sóttu um, þökkum við öllum sýndan áhuga og ákvað stjórnin að velja þá félaga Vilhjálm Ólafsson húsasmið og Ellert Björn Ómarsson arkitekt og húsasmið til að taka við árnefndarstörfum þar. Lítum við björtum augum til samstarfs við þá félaga á komandi tímum.

Í fráfarandi árnefnd voru þeir Guðmundur Óskarsson og Ásgeir Húnbogason.
Þakkar stjórn SVFK þeim félögum, fyrir samstarfið og vel unnin störf á undanförnum árum.