Reynir Friðriksson á Opnu húsi

Það verður Opið Hús í sal félagsins að Hafnargötu 15, fimmtudagskvöldið 24. apríl kl 20.

Þar ætlar Reynir Friðriksson sjávarútvegsfræðingur, veiðileiðsögumaður og flugukastkennari að vera með framsögu og fróðleik um flest sem tengist veiði. Ætlar Reynir m.a. að fara yfir línuval, lestur á vatn, æti og fæðu silungs, meðhöndlun og frágang á afla, hvað virkar og af hverju svo eitthvað sé nefnt.

Allir velkomnir á Opið Hús stútfullt af fróðleik.