Veislustjóri villibráðarhátíðarinnar, sem haldin er laugardagskvöldið 16. nóv, er Sveinn Waage, fyndnasti maður Íslands 1998 og einn af reyndustu skemmtikröftum landsins.

Sveinn sem er m.a. bjórskólakennari og hefur klárlega margan bjórinn sopið, milli þess sem hann tekur að sér að veislustýra, lætur allt flakka og verður í þrusuformi.

Miðapantanir eru hjá Óskari í síma  8234922
Óbreytt verð kr 12.000
Miðasala og afhending miða verður á þriðjudagskvöldið 12. nóv frá kl 20 til 21 í sal félagsins.