SVFK hefur fengið í umboðssölu frá Kolskegg, nokkra laxveiðidaga í Eystri Rangá.
Einnig hefur félagið fengið til umráða nokkra veiðidaga í Ytri Rangá og Urriðafossi frá Iceland Outfitters.
Dagarnir standa eingöngu félagsmönnum SVFK til boða þar til forúthlutun lýkur.
Eftir það verður dögunum skilað.
Nánari upplýsingar verða í söluskrá félagsins sem verður dreift í hús á næstunni
Eystri Rangá hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein albesta laxveiðiá landsins en meðalveiði síðustu fimm ára er 4300 laxar á ári en sumarið 2020 veiddust 9070 laxar í ánni. Áin er þekkt fyrir afar góða og mikla veiði
25.-30 sept
Seldar stakar stangir frá morgni til kvölds
Þessa daga eru 18 stangir í ánni og menn veiða frá morgni til kvölds án gistiskyldu.
Veitt er frá kl 8-20 án hlés og dregið kl 7:30 að morgni
Blandað agn
Kvóti er þrír smálaxar undir 70 cm á stöng á vakt en sleppa ber laxi 70 og yfir.
Verð á stöng 25/9-29/9 er kr 65.000 á dag en 30/9 kr 59.000
3.-6. og 9.-20. okt
Seldar stakar stangir frá morgni til kvölds
Veiðifyrirkomulag það sama og í sept
Þessa daga eru 12 stangir í ánni
Verð á stöng á dag er kr 45.000
Ytri Rangá
er ein besta laxveiðiá landsins með meðalveiði sl 15 ára uppá 6300 laxa pr veiðitímabil.
2.-4. og 4.-6. sept
Ein stöng í tvo daga kostar 229.600
Fæði og gistiskylda aukalega kr 34.800 pr mann pr dag
Eingöngu leyft að veiða á flugu
18.-20. sept
Ein stöng í tvo daga kostar 179.600
Fæði og gistiskylda aukalega kr 29.800 pr mann pr dag
Leyft að veiða á flugu, maðk og spón
20.-22. sept
Ein stöng í tvo daga kostar 159.800
Fæði og gistiskylda aukalega kr 29.800 pr mann pr dag
Leyft að veiða á flugu, maðk og spón
Í sept eru 18 stangir í ánni og skipting á hádegi (hálfur, heill, hálfur)
Stórlaxi skal sleppt
Öllum hrygnum stærri en 68 cm skal setja í þar til gerðar kistur og láta veiðivörð eða umsjónarmann vita. Sé ekki mögulegt að setja fiskinn í kistu er skylt að sleppa honum í ána aftur.
2.-5. okt
Seldar stakar stangir frá morgni til kvölds
Ein stöng í einn dag kostar 49.800
Veitt frá kl 8 – 20
Leyfilegt að veiða á flugu maðk og spón
12 stangir eru í ánni
Ytri Rangá vorveiði, sjóbirtingur.
Áhugaverð sjóbirtingsveiði. 4 stangir seldar saman og fylgir ágætis sumarbústaður með grilli sem tekur allt að 8 manns í gistingu. Veiðisvæðið nær frá Ægisíðufossi og niður í ós.
24/4 -26/4 og 8/5-11/5
Seldar 4 stangir saman í heilan dag með húsi, kr 110.000 pr dag
Veitt frá kl 8-20
Eingöngu fluguveiði og öllu sleppt
Urriðafoss í Þjórsá
Stangveiðin í Urriðafossi er meira ævintýri en nokkurn gat órað fyrir og hefur Urriðafoss trónað á toppnum yfir bestu laxveiðisvæði landsins frá því að stangveiði hófst í fossinum árið 2017.
26.-29. júlí
Eingöngu seldar 2 eða 4 stangir saman í einn dag
Ein stöng pr dag kostar 75.000
Veitt er frá morgni til kvölds
Leyfilegt er að veiða á flugu og maðk
5 laxa kvóti á stöng á dag
2.-4. ágúst
Eingöngu seldar 2 eða 4 stangir saman í einn dag
Ein stöng pr dag kostar 60.000
Veitt er frá morgni til kvölds
Leyfilegt er að veiða á flugu og maðk
5 laxa kvóti á stöng á dag
Nánari upplýsingar verða í söluskrá félagsins sem verður dreift í hús á næstu dögum