Hin árlega Villibráðahátíð SVFK verður haldin föstudagskvöldið 7. nóv í Oddfellow salnum.
Hátíðin er opin öllum
Villibráðahlaðborð meistara Úlfars Finnbjörnssonar verður í aðalhlutverki að vanda.
Það verða um eða yfir 40 kaldir réttir og yfir 10 heitir aðalréttir í boði á þessu glæsilegasta villibráðahlaðborði landsins.
Sannkallað bragðlaukarallý
(Endanlegur matseðill er í vinnslu og verður settur inn á næstunni)
Húsið opnar kl 18:30 með fordrykk
Hátíðin sett kl 19
Veislustjóri verður enginn annar en Gísli Einarsson þáttastjórnandi Landans
Happdrættið verður á sínum stað
Hljómsveitin Sue mun spila fyrir dansi
Miðaverð kr 15.900
(Ath rauðvínsföskur verða á borðum og er innifalið í miðaverðinu)
Miðapantanir hjá Óskari í síma 823 4922