Hin árlega Villibráðarhátíð SVFK var haldin með pompi og prakt föstudagskvöldið 8. nóv í Oddfellow salnum
Að venju var villibráðarhlaðborð meistara Úlfars Finnbjörnssonar í aðalhlutverki þar sem rúmlega 40 kaldir réttir og 13 heitir réttir voru á boðstólnum. Eitt allra flottasta villibráðarhlaðborð landsins og þó víðar væri leitað
Húsið opnaði kl 18:30 með fordrykk
Formaður félagsins Gunnar J Óskarsson setti hátíðina og veislustjóri var hin kunni Bjarni Töframaður og fór hann algjörlega á kostum ásamt því að spila dinnertónlist yfir kræsingunum. Gerist varla betra.
Happdrættið góða var sínum stað með fjölda glæsilegra vinninga
Herbert Guðmundsson keyrði svo upp stemmarann svo um munaði og fylltist gólfið af dansþyrstum veislugestum
Hin frábæra hljómsveit Sue tók svo við af Hebba og spilaði eitthvað frameftir
Stjórn SVFK vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg til þess að gera hátíðina sem glæsilegasta.
Einnig viljum við þakka styrktaraðilum og þá sérstaklega veislugestum fyrir frábært kvöld, án ykkar er þetta ekki gerlegt.
Ljósmyndarinn Garðar Ólafsson smellti af nokkrum myndum sem fylgja hér með.