Það var mjög góð mæting og mikil stemning í Oddfellow húsinu þar sem Villibráðarkvöld SVFK fór fram á dögunum.
Tekið var á móti veislugestum með fordrykk og bauð Gunnar Óskarsson formaður félagsins gesti velkomna og setti hátíðinaVeislustjórn kvöldsins var í öruggum höndum Gísla Einarssonar sem fór ekki bara á kostum í gamanmáli heldur stjórnaði umferðinni að veisluborðinu af miklum myndarskap
Aðalhlutverkið spilaði Villbráðarhlaðborð meistara Úlfars Finnbjörnssonar sem var glæsilegt og verður ekki komið í lýsingarorð þeim kræsingum sem boðið var upp á. Meistari Úlli er í algjörum sérflokki.
Bjartmar Guðlaugsson tók svo og keyrði upp stemmarann þannig að dansgólfið hálffylltist og sungið var hástöfum með hverri dægurlagaperlunni sem Bjartmar flutti.
Margir flottir vinningar gengu svo út í happdrættinu
Hljómsveitin Sue setti svo í fimmta gírinn og hélt gestum á dansgólfinu eitthvað frameftir
Stjórn SVFK vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg til þess að gera hátíðina sem glæsilegasta.
Einnig viljum við þakka styrktaraðilum og þá sérstaklega veislugestum fyrir frábært kvöld, án ykkar er þetta ekki gerlegt.
Ljósmyndarinn Garðar Ólafsson smellti af nokkrum myndum og má sjá afraksturinn í meðfylgjandi myndasafni.