Það var kátt á hjalla í Oddfellow húsinu þar sem Villibráðarkvöld SVFK fór fram.
Mátti sjá á tilburðum veislugesta að það var löngu komin þörf á að hittast eftir nokkurra ára hlé og tilhlökkun.
Óhætt er að segja að vel hafi tekist til
Tekið var á móti veislugestum með fordrykk og bauð Gunnar Óskarsson formaður félagsins gesti velkomna og setti hátíðina
Veislustjóri kvöldsins Freyr Eyjólfsson fór á kostum í gamanmáli, eftirhermum, gítarspili og fjöldasöng
Aðalhlutverkið spilaði Villbráðarhlaðborð meistara Úlfars Finnbjörnssonar og var því vel tekið að vanda.
Tóku veislugestir vel til matar síns eftir hungurleika síðustu ára ef svo mætti að orði komast.
Kræsingar á heimsmælikvarða
Verðlaunaafhendingin var á sínum stað ásamt happdrættinu góða þar sem margir flottir vinningar gengu út.
Hljómsveitin Sue hélt uppi stemningunni og hélt gestum á dansgólfinu fram á nótt.
Stjórn SVFK vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg til þess að gera hátíðina sem glæsilegasta.
Einnig viljum við þakka styrktaraðilum og þá sérstaklega veislugestum fyrir frábært kvöld, án ykkar er þetta ekki gerlegt.
Ljósmyndarinn Garðar Ólafsson smellti af nokkrum myndum og má sjá afraksturinn í meðfylgjandi myndasafni.