Vorveiðin fer vel af stað í Geirlandsá

Fréttir af meiriháttar opnun hefur varla farið framhjá nokkrum þar sem árnefndin landaði 139 fiskum sem er ein allra stærsta opnun frá upphafi.
Mikið er af fiski á svæðinu og mest um að vera í Ármótunum, þeim mikla veiðistað. Það er bæði hrygningarfiskur og geldfiskur sem er að veiðast í bland. Það sem af er, er stærstur 95 cm hængur sem Gunnar Óskarsson formaður félagsins veiddi á Black Ghost. Nokkrir um og yfir 90 sm hafa veiðst til viðbótar í þeim hollum sem hafa farið til veiða frá opnun.

Hollið sem lauk veiðum í dag endaði með 127 fiska og var stærstur 91 sm fiskur og fékkst allt á flugu. Þeir sem hófu veiðar í dag settu í 38 fiska og náðu að landa 28 og allt á flugu.

Allsvakalegur gangur og ágætisveðurspá í kortunum fyrir svæðið næstu
daga.
Mynd: Björgvin Magnússon og Magnús Björnsson ánægðir með stöðuna.