Vorveiðireglur

Athugið sérstaklega

Öll veiðileyfi eru stíluð á ákveðnar dagsetningar án þess að ljóst sé hvort ís sé farinn af ánum og vegir færir.

Engum er þó heimilt að fara til veiða fyrr en forsvarsmaður veiðiréttareigenda á hverjum stað tilkynnir að aðstæður séu orðnar viðunandi.

Fari svo að ekki sé fært til veiða fyrstu dagana í apríl en einhverjir hafi keypt veiðileyfi á þeim tíma, er þeim heimilt að velja sér veiðidaga úr því sem óselt er á vorveiðitímanum. Þeir sem eiga veiðiferð með fyrstu dagsetningunni velja fyrstir og síðan aðrir í sömu röð og dagsetningar segja til um.

Árnefnd notar fyrsta veiðitímabilið eftir að tilkynnt er að hægt sé að veiða á viðkomandi stað.