Gerð er krafa um aukin þrif í öllum húsum SVFK og höfum við listað hér upp nokkur atriði sem allir eiga að framfylgja í einu og öllu.
Með sameiginlegu átaki allra þá drögum við úr líkum á smiti.
Almenn skynsemi á við í þessum efnum sem öðrum.

Eftir sem áður skal þrífa skal allt húsið, þ.e. almenn þrif, ryksuga og skúra gólf ásamt þrifum á baðherbergi.
Setja skal WC hreinsi í klósettið áður en haldið er heim.
Taka skal allt rusl með sér, það er ruslagámur á losunarsvæði á Kirkjubæjarklaustri.

Eftirfarandi eru þær reglur sem allir eiga að framfylgja:

1.    Við vekjum sérstaka athygli á því að á á brottfarardegi er öllum skylt  að hætta veiðum kl 12. Þetta er gert til þess að menn hafi góðan tíma til að þrífa húsið.

2.    Veiðimenn skulu taka með og nota tvö lök á rúmstæðin s.s. hafa tvö lök á rúmi í einu.

3.    Gerð er aukin krafa um þrif og sótthreinsun í húsinu allan þann tíma sem gist er í húsinu.

4.    Hópurinn sem  tekur  við húsi á skiptidegi skal byrja á því að sápuhreinsa alla snertifleti.

5.    Áður en húsið er yfirgefið á skiptidegi skal sápuhreinsa alla snertifleti.

6.    Þrífa skal klósettsetu með þar til gerðum blautklútum fyrir og eftir hverja notkun og henda tuskunum í ruslið en alls ekki ofan í WC.

7.    Mælst er til þess að menn noti ekki sturtuna.

Sótthreinsun/sápuþif á  öllum sameiginlegum sneriflötum:

  • Það eru einnota hanskar á staðnum.

  • Handspritt skal nota á hendur milli þess sem notuð er handsápa.

  • Einnota Crime sápuklúta skal nota til þrifa á sameiginlegum snertiflötum, henda í ruslið, ekki í WC.

  • Einnig er hægt að nota spreybrúsana sem merktir eru Leysigeisli og Tveir í Einum.

  • Einnota Ajax klúta á að nota inn á baðherbergi,  einnig má nota Crime klútana henda í ruslið ekki í WC.

  • Það er 2,5 ltr handspritt í öllum húsum ásamt minni brúsum til áfyllingar.

  • Þegar talað er um að sótthreinsun/sápuþrif á sameiginlegum snertiflötum, þá er t.d. átt við:
    Hurðarhúna, skápahurðir, handföng, ískáp, frystikistu, eldavél, stóla, borð, grill, fjarstýringar, veggljós við kojur, kojustiga, kojur, stormjárn, rofa, útvarp, kaffivélar, brauðrist, blöndunartæki, klósett, húslykla, lyklabox ofl.