Opnað hefur verið fyrir umsóknir félagsmanna SVFK til forúthlutunar hér á heimasíðunni
Hér fyrir neðan er allt sem þú þarf að vita um forúthlutunina.
Félagsblaðið/söluskráin okkar var send í póst um miðja síðustu viku
Hér neðar eru hlekkir á flest sem skiptir máli
- Eingöngu þeir sem eru félagar í SVFK eru skuldlausir og hafa greitt félagsgjöldin eiga rétt á að taka þátt í forúthlutuninni. Öllum félagsmönnum á að hafa borist rukkun fyrir gjaldinu á heimabankann sinn, hafi hún ekki borist þá endilega látið vita sem fyrst svo það hafi ekki áhrif á vinnslu umsókna.
Aðeins skuldlausir félagar koma til greina við úthlutun leyfa. - Kynnið ykkur vel úthlutunarreglurnar áður en sótt er um.
sjá hér Úthlutunarreglur -
Úthlutun og sala veiðileyfa SVFK fyrir árið 2023.
Umsóknir berist félaginu á þar til gerðu umsóknarformi sem er að finna á heimasíðu félagsins fyrir kl 16 miðvikudaginn 12. apríl
Úthlutun sjálf fer fram 13. apríl kl 18:30 og skulu veiðimenn athuga með leyfin sín með því að mæta á skrifstofuna, senda tölvupóst eða hringja
Eiga allir að fá senda staðfestingu á móttöku í tölvupósti frá félaginu, fyrr er umsóknin ekki gild.
Einnig má setja umsóknir í póstkassa félagsins að Hafnargötu 15. - Skrifstofa SVFK verður opin frá kl. 18:30-20:30 á miðvikudagskvöldum eftir að úthlutun lýkur
- Fljótlega eftir að úthlutun lýkur verða laus leyfi sett inn á heimasíðuna til almennrar sölu
- Veiðileyfaskrá 2023. Hér má sjá skiptinguna á þeim dögum sem eru til úthlutunar
- Smellið hér fyrir Umsóknarform forúthlutun SVFK 2023
- Verðskrár 2023
- Verðskrárnar eru líka inni á hverju veiðisvæði fyrir sig á heimasíðunni.