Forúthlutun er hafin

Opnað hefur verið fyrir umsóknir veiðileyfa til forúthlutunar fyrir félagsmenn SVFK.
Það er komin inn skrá þar sem sjá má skiptinguna á þeim dögum sem eru til umsóknar.
Einnig eru komnar upp nýjar verðskrár á síðuna.
Félagsblaðið okkar er í vinnslu en við opnum á umsóknir hér á vefnum til að byrja með.
Skilafrestur umsókna verður nánar auglýstur í félagsblaðinu.

Einnig viljum við minna á eftirfarandi:

ÞEIR SEM SÆKJA UM LEYFI Í FORÚTHLUTUN Á VEFNUM EIGA AÐ BERAST STAÐFESTINGAR  Í TÖLVUPÓSTI FRÁ SKRIFSTOFU INNAN TVEGGJA SÓLARHRINGA, FYRR ER UMSÓKNIN EKKI GILD.