Stangveiðifélag Keflavíkur auglýsir eftir tveimur handlögnum félagsmönnum í árnefnd við Vestur-Hópsvatn.

Árnefndir félagsins eru umsjónaraðilar með hverju einstöku svæði fyrir sig og sjá til þess að ástand veiðihúsanna séu boðleg okkar veiðimönnum hverju sinni.
Þá sinna þeir einnig merkingum við vatnasvæði þar sem við á.
Formenn árnefnda eru tengiliðir stjórnar SVFK við veiðiréttareigendur eða stjórnir veiðifélaga viðkomandi svæða.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið umsókn á arnar@svfk.is
Æskilegt  að fá með smá kynningu á viðkomandi.
Stjórn félagsins lætur síðan alla vita hver niðurstaðan verður í lok febrúar.

Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2020.